Vaglaskógur Fnjóskadalur,

Gönguleiðir Ísland


VAGLASKÓGUR

.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Vaglaskógur, réttu nafni „Háls- og Vaglaskógur” (vagl = raftur eða dvergur milli tveggja mænisása eða efst í sperrukverk), er 300 ha (annar stærstur á landinu) og með stórvöxnustu skógum landsins. Þar ná birkitré yfir 12 m hæð og þar er miðstöð Skógræktar ríkisins fyrir Norðurland eystra. Ríkissjóður keypti Vagla árið 1905 til þess að friða skóginn í landi jarðarinnar og þar hefur setið skógarvörður frá 1908.

Þar er uppeldisstöð fyrir trjáplöntur og margar erlendar trjátegundir hafa verið reyndar, en standa þó fæstar íslenzka birkinu á sporði. Skógarhögg er stundað í skóginum. Þar er höggvið birki og unnið í girðingarstaura, eldivið til reykinga og arinbrennslu og lítils háttar til húsgagnasmíða. Vaglir voru í bændaeign þar til ríkissjóður keypti þær.

Þorvaldur Thoroddsen tiltekur í ferðabók sinni, að bóndinn hafi gert allt til að eyða skógi til að bæta og stækka beitiland, þannig að skógurinn var mjög illa farinn og gjöreyddur á stórum svæðum um síðustu aldamót. Ljóst er því, að stórkostleg umskipti hafa orðið á síðustu áratugum. Í túnfætinum á Vöglum eru leifar mikils rauðablásturs. Slíkar leifar er einnig að finna í hinum gamla Hálsaskógi, upp af Kúalág og Góðulág. Um skóglendi Vaglaskógar rennur Fnjóská, sem þykir ein fallegasta veiðiá landsins.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM