Vatnsdalur,

Gönguleiðir Ísland


VATNSDALUR

.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Vatnsdalur er grösugur og búsældarlegur. Ingimundur gamli nam þar land. Skógarlundur í dalnum er helgaður dóttur hans, Þórdísi, fyrsta innfædda Húnvetningnum. Austurfjöll dalsins bera áberandi merki um skriðuföll, enda hafa þau, ásamt snjóflóðum, verið mannskæð um aldabil. Yzt í dalnum er hólaþyrpingin Vatnsdalshólar, sem hafa líklega myndast í berghlaupi í lok ísaldar.

Skriðan stíflaði Vatnsdalsá og stöðuvatn myndaðist. Flóðið er sagt hafa myndazt, þegar Bjarnastaðaskriða hljóp fram áruð 1720. Hólarnir ná yfir rösklega fjögurra ferkílómetra svæði og eru taldir meðal þriggja náttúrufyrirbæra, sem talin eru óteljandi hérlendis.

Hin eru vötnin
Arnarvatnsheiði  og eyjarnar í Breiðafirði. Vatnsdalsá er vinsæl meðal veiðimanna, sem dveljast gjarnan í veiðihúsinu Flóðvangi, vestast í hólunum. Nyrzt í hólunum, rétt norðan þjóðvegar, eru Þrístapar, þar sem síðasta aftaka á Íslandi fór fram árið 1830. Þá voru Friðrik Sigurðsson og Agnes Magnúsdóttir hálshöggvin eftir að hafa verið fundin sek um dauða tveggja manna í húsbruna. Höggstokkurinn er varðveittur í Þjóðminjasafninu og á aftökustaðnum er minningarsteinn.

NORÐURLAND SAGA OG MENNING


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM