Vífilsstaðir Garðabær,

Meira um Ísland


VÍFILSSTAÐIR
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

Vífilsstaðir var bær norðvestan Vífilstaða-vatns.  Þar byggði fyrstur Vífill, leysingi Ingólfs Arnarsonar, fyrsta landnáms-mannsins.  Hann var annar tveggja þræla Ingólfs, sem fundu öndvegissúlurnar og fengu frelsi fyrir.  Vífilsfell er einnig kennt við hann, því hann var maður veðurhræddur og gekk á fellið á hverjum degi til að gá til veðurs áður en hann héldi til fiskveiða.

Söguslóðir Suðvesturland

Hinn 1. september 1910 var heilsuhæli fyrir berklasjúklinga tekið í notkun á Vífilsstöðum.  Þetta stóra hús var þá líklega hið stærsta á landinu og var byggt fyrir samskot eftir teikningum Rögnvaldar Ólafssonar.

Upp úr aldamótunum 1900 var dánartíðni berklasjúklinga hæst á Íslandi miðað við önnur Evrópulönd.  Eftir tilkomu berklahælanna, sem voru opnuð víða um land, dró úr þessari þróun og núna er dánartíðni af völdum þessa sjúkdóms lægri hérlendis en í nokkru öðru landi heims.  Starfsemi heilsuhælisins var hætt og því breytt í spítala fyrir sjúklinga með sjúkdóma í öndunarfærum árið 1973.  Samhliða rekstri berklahælisins var stórt kúabú, sem lagt var niður árið 1974.  Meðferðarstofnun fyrir áfengissjúklinga, sem er deild frá Kleppsspítala var stofnuð þar í sérhúsnæði árið 1976.  Spítalanum var lokað 2002.

Hinn 7. september 2010 skrifaði Trausti Jónsson, veðurfræðingur, grein á vefsetri veðurstofu Íslands, sem hefst á þessum orðum:  „
Nú eru eitt hundrað ár liðin frá stofnun Vífilsstaðaspítala. Þá má nota tækifærið til að rifja upp, að þar var veðurathugunarstöð á árunum 1910 til 1923. Fyrstu sólskinsstundamælingar á landinu voru gerðar á Víflisstöðum.”  Nánar


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM