Víknaslóð Borgarfjörður eystri,

Meira um Ísland


VÍKNASLÓÐIR
.

.
[Flag of the United Kingdom]
In English


Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Víkur ná yfir Álftavík, Húsavík, Herjólfsvík, Litluvík, Breiðuvík, Svínavík, Kjólsvík, Glettingsnes, Hvalvík og Brúnavík á milli Loðmundarfjarðar og Borgarfjarðar eystri.  Há og sæbrött fjöll skilja þær að og ferðir á landi á þessum slóðum voru erfiðar og auðveldustu aðdráttarleiðir voru á sjó meðan byggð var í Víkunum.  Nú eru þær allar í eyði en lengst var búið til 1973 í Húsavík, þar sem voru flest 4 býli.  Búið var í Álftavík til 1904, í Litluvík, (Litlu-Breiðuvík) til 1945, í Breiðuvík til 1947,  í Kjólsvík til 1938, á Glettingsnesi til 1952 (viti frá 1937) og í Brúnavík til 1944.  Í Hvalvík var stopul byggð, síðast 1842.

Víkurnar eru í Borgarfjarðarhreppi og þar voru allt að 11 bæir í byggð fyrrum.  Þetta landsvæði er nú meðal vinsælustu og fegurstu göngusvæða landsins og góðar upplýsingar um gönguleiðir þar er að finna á vef Ferðamálahópsins á Borgarfirði eystri: www.borgarfjordureystri.is.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM