vindáshlíð sumarbúðir kfuk stúlkna,

Gönguleiðir Ísland


VINDÁSHLÍÐ
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Sumarbúðir KFUK eru í Vindáshlíð í Kjós.  Hundruð stúlkna dvelja þar á hverju sumri í nokkrum dvalarflokkum. Hlíðarmeyjar komu fyrst í Kjósina 1947.  Þá lá akvegurinn aðeins inn að Möðruvöllum.  Þar fengu þær aðstoð til komast yfir ána, að fyrsta tjaldstæði sínu í Hlíðinni.

Í kringum 1950 fengu þær land úr jörðinni Vindási. Þær reistu skálann á skömmum tíma og hafa síðan aukið við húsakostinn. Árið 1957 var þeim gefin gamla
Hallgrímskirkjan í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd.  Hún var flutt inn í Vindáshlíð og reist þar að nýju og endurbyggð að innan. Hún var endurvígð 16. ágúst 1958.

Lítill landskiki úr Hækingsdalslandi, austan Skiptagils, sem er innan við skálann, tilheyrir einnig sumarbúðunum. Þar er stór skógræktargirðing umhverfis svæðið, sem Hlíðarmeyjar hafa til umráða.  Þær hafa gróðursett tré í stórum stíl og séð um viðhald girðinga, með aðstoð Skógræktarinna hin síðari ár.

Frá Vindáshlíð er fagurt útsýni suður á bóginn inn í Svínadal. Handan Laxár í átt til Írafells er Stelpuás, sem svo er nefndur frá fornu fari. Þá er fagurt útsýni í austurátt inn að Hlíðarási og Hækingsdal
.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM