Vörðufell,

Gönguleiðir Ísland


VÖRÐUFELL
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Vörðufell (391m) stendur stakt sunnan og austan Hvítár hjá Iðu og skammt frá Skálholti.  Það er þríhyrningslaga og er bæði í Biskupstungum og á Skeiðum.  Uppi á fjallinu er lítið stöðuvatn, Úlfsvatn, sem reynt var að sleppa í silungi en án árangurs.  Afrennsli þess er um hrikalegt klettagil, sem heitir Úlfsgil.  Fjallið er úr móbergi og grágrýti og hvassasta horn þess er nyrzt.  Það stendur á jarðskjálftabeltinu milli Heklu og Ölfuss og hefur vafalaust tekið breytinum í hvert skipti, sem jarðskjálftaskeið hafa riðið yfir.

Til er saga um ungan mann, sem gerði sér flugham úr fuglafjöðrum og tókst að svífa úr hlíðum fjallsins yfir að Skálholti, þar sem þáverandi biskup sá ástæðu til að banna honum frekari tilraunir á þessu sviði, þar sem mönnum væri ekki ætlað að fljúga.  Útsýnið ofan af Vörðufelli er afbragðsgott á góðum degi og sífellt fleiri leggja leið sína þangað.

Söguslóðir Suðurland


Álfar í Launrétt
LaugarásiTIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM