VESTURLAND
FERÐAVÍSIR
Skoðunarvert

Rútuáætlanir
Á eigin vegum
Ferjuáætlanir
Flugáætlanir
Gisting
Tjaldstæði
Sundstaðir
Golf
Stangveiði
Þjóðgarðar
Menning & saga
Skipulagðar ferðir
Gönguleiðir
Söfn og gallerí
Kirkjur
Ferðakort
Myndir
Meira um Ísland
Upplýsingamiðst.

 

Akraneshöfn Grundartangahöfn . .

AKRANES
FERÐAVÍSIR

.


[Flag of the United Kingdom]
In English


Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Stækka kort - Enlarge Map! Akranes fékk kaupstaðarréttindi árið 1942. Bærinn á samnefndu nesi milli Hvalfjarðar og Leirárvoga. Í Landnámu segir, að Írar hafi numið þar land og nokkur örnefni eru því til staðfestingar. Yzti tangi nessins var að fornu nefndur Skagi og síðar Skipaskagi og eru Akurnesingar gjarnan nefndir Skagamenn. Útgerð hófst snemma á Akranesi og hefur atvinnulíf á Akranesi fyrst og fremst byggst á sjávarútvegi og fiskvinnslu. Iðnaður er einnig verulegur hluti atvinnulífsins og hefur eina sementsverksmiðja landsins verið starfrækt þar áratugum saman.

Járnblendiverksmiðjan og Norðurál eru á Grundartanga í næsta nágrenni Akraness við Hvalfjörð og starfar fjöldi Akurnesinga hjá þeim fyrirtækjum.

Verzlun og önnur þjónusta er blómleg og þjónusta við ferðamenn eykst. Skagamenn eru sennilega einna þekktastir fyrir knattspyrnuáhuga sinn og hafa knattspyrnumenn og knattspyrnulið þeirra verið meðal hinna sigursælustu á landinu í áratugum saman. Með tilkomu Hvalfjarðarganga er vegalengdin frá Reykjavík 49 km

Borgarnes 38 km <Akranes> Húsafell 99 km um Bæjarsveit.
.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM