VESTURLAND
FERÐAVÍSIR
Skoðunarvert

Rútuáætlanir
Á eigin vegum
Ferjuáætlanir
Flugáætlanir
Gisting
Tjaldstæði
Sundstaðir
Golf
Stangveiði
Þjóðgarðar
Menning & saga
Skipulagðar ferðir
Gönguleiðir
Söfn og gallerí
Kirkjur
Ferðakort
Myndir
Meira um Ísland
Upplýsingamiðst.


Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull


ARNARSTAPI
FERÐAVÍSIR

.

.
[Flag of the United Kingdom]
In English


 

 

 

Arnarstapi er lítið útgerðarpláss undir Stapafelli á milli Breiðuvíkur og Hellna. Norðan í fellinu er sönghellir, þar sem Bárður Snæfellsás er sagður hafa búið. Vitinn er frá 1941. Þar var verzlunarstaður á einokunartímanum. Fuglalíf meðfram ströndinni og gjárnar, sem brimið hefur skapað, er mjög áhugavert. Þegar brimar, gýs sjórinn upp úr gjánum (Hundagjá, Miðgjá og Músarhola). Vestan við gjárnar, á bak við minnismerkið um Bárð Snæfellsás (Ragnar Kjartansson) er Gatklettur.

Umboðsmenn konungsjarða sátu þar frá árinu 1565 og oft sýslumenn og aðrir höfðingjar. Á 19. öld sátu þar einnig amtmenn. Nýaldarsinnar, sem trúa á útgeislun orku frá Snæfellsjökuls, safnast gjarnan saman á Arnarstapa eða Hellnum hvert sumar til að njóta hennar og iðka þar ýmsar kúnstugar æfingar. Ágætis gönguleið liggur frá Arnarstapa  yfir Jökulháls til Ólafsvíkur (u.þ.b. 4 klst.).
VESTURLAND MENNING OG SAGA

Arnarstapi meira
Einnig er hægt að aka þessa leið á jeppum og af háhálsinum er oftast gengið á jökulinn (1446m). Fyrirtækið Snjófell býður snjóbíla- og snjósleðaferðir frá jökulröndinni þar uppi. Önnur vinsæl gönguleið er á milli Arnarstapa og Hellna (u.þ.b. 3 km). með ströndinni til vesturs. Vegalengdin frá Reykjavík er um 188 km um Hvalfjarðargöng.

Hellnar eru í næsta nábýli við nýjasta þjóðgarðinn okkar, Snæfellsjökul, í u.þ.b. 6 km fjarlægð.  Á Hellnum er gestastofa þjóðgarðsins með mjög áhugaverða sýningu um atvinnulíf fyrri tíma, jarðfræði, gróðurfar og dýralíf þjóðgarsins.  Þjóðgarðsverðir bjóða gjarna upp á gönguferðir með leiðsögu.

Borgarnes 116 km, Búðir 18 km <Arnarstapi> Hellnar 8 km, Hellissandur 38 km um Fróðárheiði.
.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM