NORÐURLAND
FERÐAVÍSIR
Skoðunarvert
Menning & saga
Rútuáætlanir
Á eigin vegum
Ferjuáætlanir
Flugáætlanir
Gisting
Tjaldstæði
Sundstaðir
Golf
Stangveiði
Þjóðgarðar
Skipulagðar ferðir
Gönguleiðir
Söfn og gallerí
Kirkjur
Ferðakort
Myndir
Meira um Ísland
Upplýsingamiðst.


BLÖNDUÓS
FERÐAVÍSIR

.

.
[Flag of the United Kingdom]
In English


Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

 

Blönduós er kaupstaður, sem liggur beggja vegna ósa Blöndu.  Hillebrandtshúsið var upphaflega byggt á Skagaströnd (Höfðakaupstað) árið 1733 og flutt til Blöndóss og endurreist þar árið 1878.  Það var endurbyggt í upphaflegri mynd sem vöruhús skömmu fyrir aldamótin 2000.  Það hýsti um tíma Hafíssetrið, sem var stofnað árið 2006, en hefur verið lagt niður.   Gzkumikil þjónusta við nágrannasveitir og ferðamenn er á Blönduósi.  Verzlun, léttur iðnaður og sláturiðnaður eru uppistaðan í atvinnulífinu, en útgerð og fiskvinnsla eykst smám saman þótt höfnin sé lítil.  Brú er yfir Blöndu og rétt ofan við hana er Hrútey , sem var friðlýst sem fólkvangur árið 1975.

Hér ættu flestir ferðamenn að finna eitthvað við sitt hæfi og er ferðaþjónusta eykst að mikilvægi.  Gott og snyrtilegt tjaldsvæði blasir við á bökkum Blöndu norðan Hrúteyjar, þegar ekið er inn í bæinn.  Laxveiði er við bæjardyrnar, í Blöndu.  Stutt er í aðrar laxveiðiár og góð silungsveiði er í nærliggjandi ám og vötnum.

Vegalengdin frá Reykjavík er 244 km um Hvalfjarðargöng.

Laugarbakki 56 km, Skagaströnd 23 km, Vötn á skaga <Blönduós> , Varmahlíð 51 km, Sauðárkrókur um Norðurárdal (744) 50 km.
.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM