VESTURLAND
FERÐAVÍSIR
Skoðunarvert

Rútuáætlanir
Á eigin vegum
Ferjuáætlanir
Flugáætlanir
Gisting
Tjaldstæði
Sundstaðir
Golf
Stangveiði
Þjóðgarðar
Menning & saga
Skipulagðar ferðir
Gönguleiðir
Söfn og gallerí
Kirkjur
Ferðakort
Myndir
Meira um Ísland
Upplýsingamiðst.


Eiriksstaðir


BÚÐARDALUR

FERÐAVÍSIR

.

.
[Flag of the United Kingdom]
In English


DALASÝSLA
HÁLFKIRKJUR og BÆNHÚS


 

Búðardalur er kauptún við innanverðan Hvammsfjörð.  Þar er miðstöð þjónustu við landbúnað í Dalasýslu og víðar. Fyrsta íbúðarhúsið var reist í búðardal 1899 og var fólksfjölgun þar hæg fram eftir öldinni. Þar er nú nútímalegt mjólkursamlag, sem hefur verið í fararbroddi hvað varðar nýjungar í gerð hinna ýmsu mjólkurafurða og eru t.d. ostar þaðan sérstaklega eftirsóttir. Elzta yfirbyggða sundlaug landsins var 12 km. frá Búðardal, að Laugum í Sælingsdal, en þar er einnig hótel, sem er opið allt árið.  Gamla laugin var rifin og ný og glæsileg innilaug var reist.

Mikið er um ár og vötn í Dalasýslu sem bjóða upp á mikla fjölbreytni í veiðiskap og ætti hver veiðimaður að finna þar eitthvað við sitt hæfi. Fuglalíf er fjölbreytt við Saurbæ, norðan Búðardals. Við háfjöru þar verða eftir fallegar tjarnir, þar sem tína má skeljar og söl.

Vegalengdin frá Reykjavík er 155 km um Hvalfjarðargöng.

Reykhólar 73 km, Laugar 16 km <Búðardalur> Stykkishólmur 86 km Borgarnes  80 km um Bröttubrekku.
.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM