Áætlunarbíla um Ísland,

Hópferðamiðstöðin


Skoðunarferðir


Meira um Ísland


Gönguleiðir Ísland


ÁÆTLUNARBÍLAR UM ÍSLAND
.
Smelltu músinni á viðkomandi landshluta á kortinu til að finna áætlun sérleyfishafa

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug


Ferðaheimur

map1.GIF (27232 bytes)Einn er sá akur, sem Íslendingar hafa skilið eftir óplægðan í ferðum sínum um landið. Þeir hafa lítið nýtt sér ágæt tilboð um ferðir með áætlunarbifreiðum og frekar hossast í eigin bílum, setið heima eða eytt öllu sumarleyfinu á sólarströndum. Það er ljómandi kostur, að sitja áhyggjulaus í rútu og njóta þess, sem fyrir augu ber og stanza, þar sem hugurinn girnist og njóta umhverfis og aðbúnaðar um tíma. Þegar því er lokið er stokkið um borð aftur og haldið á vit frekari ævintýra. Margir ferðbúast um helgar og sumir í sumarleyfinu og aka í sólarátt, því að veðrið er mismunandi eftir landshlutum. Þetta er ekki síður hægt með rútum, því að þær fara í allar áttir á hverjum degi.

Núna er enginn vandi að skipuleggja áhyggjulausar og velheppnaðar ferðir um eigið land með því að skoða ferðaáætlanir sérleyfishafa á vefsíðum ferða- og veiðivísanna. Skelltu þér í það!


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM