AUSTURLAND
FERÐAVÍSIR

Skoðunarvert
Menning & saga
Rútuáætlanir
Á eigin vegum
Ferjuáætlanir
Flugáætlanir
Gisting
Tjaldstæði
Skipulagðar ferðir
Gönguleiðir
Söfn og gallerí
Kirkjur
Ferðakort
Myndir
Meira um Ísland
Upplýsingamiðst.


DJÚPIVOGUR
FERÐAVÍSIR

.
[Flag of the United Kingdom]
In EnglishFerðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Djúpivogur er kauptún við Berufjörð. Árið 1589 fengu Hamborgarkaupmenn leyfi til verzlunar á Djúpavogi og hefur verið verzlun þar síðan. Örum & Wulff keyptu húseignir danska kaupmannsins J.L. Busch, sem rak verzlun á Djúpavogi frá 1788 til 1818, og eru elztu húsin frá þeim tíma. Má þar nefna Löngubúð, sem reist er úr bjálkum, og er elzti hluti hússins frá 1790, og gamla skrifstofuhús Kaupfélags Berufjarðar en það var reist árið 1848. Langabúð hefur verið gerð upp og hýsir nú safn Ríkharðs Jónssonar myndhöggvara og Eysteins Jónssonar alþingismanns. Djúpivogur er útgerðarbær og verzlunarstaður. Náttúrufegurð er mikil og að auki góð þjónusta.

Góð gistiaðstaða er á Hótel Framtíð, sem er vinalegt gamalt og nýtt (1999) hótel með veitingastað og sánu. Farfugla- og gistiheimili er á Berunesi. Bátsferðir út í Papey eru í boði sem og sjóstangaveiði, reiðhjólaleiga o.fl.

Minnismerkið við voginn:  Sjávarminni eftir Jóhönnu Þórðard. (20/6'99)

Vegalengdin frá Reykjavík er 569 km um Suðurland.

Breiðdalsvík 63 <Djúpivogur> Höfn 103 km.
.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM