,
Gönguleið á Domadalsleið

 Hellismannaleið Landmannalaugar-Rjúpnavellir


Meira um Ísland


Gönguleiðir Ísland


DÓMADALSLEIÐ
Fjallabaksleið nyðri F-225
.


[Flag of the United Kingdom]
In English


Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Dómadalsleið er vestasti hluti hinnar gömlu Landmannaleiðar, sem er tíðast kölluð Fjallabaksleið nyrðri.  Hún liggur austur úr Sölvahrauni, austan norðanverðs Búrfells og Þjórsár, austur að Frostastaðavatni.  Vestast, í Sölvahrauni, liggur hún milli Sauðafells og Valafells um Klofninga (Hekluhraun frá 1878).  Þaðan liggur slóð til suðurs að norðuröxl Heklu og Skjólkvíahrauni (1970).  Þegar Klofingum sleppir liggur gamall slóði norðaustur að Valagjá og um svæði, þar sem Helliskvísl hverfur í sandinn.  Lítið eitt austar liggur leiðin yfir suðurtungu Lambafitjahrauns (1913) og meðfram Krókagiljabrúnum og Sauðleysum inn í Kringlu. Við Rauðufossakvísl liggur leið inn að Landmannahelli og aftur inn á Dómadalsleið, en aðalleiðin liggur norðan Sátubarns og sunnan Langsátu.  Austan Sátubarns liggur slóð til suðurs og upp brattar hlíðar Mógishöfða norðvestanverðra inn í Hrafntinnusker og alla leið suður á Miðveg (Fjallabaksveg syðri) við Laufafell. Norðan Mógilshöfða liggur Dómadalsleiðin upp úr Kringlu um Dómadal yfir Dómadalshraun að Frostastaðavatni.

Þessi leið er stundum vandekin vegna vatnsfalla á leiðinni, þannig að bezt er að vera á fjórhjóladrifnum farartækjum.

.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM