Höfðabrekku-Jóka,

Meira um Ísland


HÖFÐABREKKU-JÓKA
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Jóka var húsfreyja á Höfðabrekku.  Henni mislíkaði mjög, þegar Þorsteinn vinnumaður hennar, barnaði dóttur hennar og heitaðist við hann.  Fljótlega eftir dauða Jóku varð fólk vart við, að hún lá ekki kyrr.  Hún sást oft í búrinu, þar sem hún skammtaði mat og blandaði jafnan mold saman við hann.  Hún sótti svo fast að Þorsteini vinnumanni, að hann varð að flýja út í Vestmannaeyjar, þar sem hann bjó í 19 ár.  Þá gerði hann sér ferð í land og hitti Jóku fyrir í fjörunni.  Þar þreif hún til hans, færði hann á loft og keyrði hann svo fast niður, að hann hlaut bana af.  Þá var Jóka gengin upp að hnjám af löngum erli.  Jóka var kveðin niður í Kerið á Stóra-Grænafjalli á áfrétti Fljótshlíðinga.  Þegar það gerðist, hljóðaði hún svo ógurlega, að fjallið smalaðist sauðlaust í fyrsta og eina skiptið.

Söguslóðir Suðurland


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM