Eyjafjallajökull,

Meira um Ísland


Gönguleiðir Ísland

Meira MÝRDALSJÖKULL KATLA SAGA ELDGOSA

EYJAFJALLAJÖKULL
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Eyjafjallajökull (1666m) er allstór um sig og líkur Öræfajökli að því leyti.  Eldstöðvarkerfi hans er u.þ.b. 8 km breitt og 30 km langt og merki um nýleg sprungugos er að finna í vesturhlíðunum og á Fimmvörðuhálsi.  Aðalgígurinn er í efstu bungu Eyjafjalla og er u.þ.b. 2½ km í þvermál.  Þar eru hæstu tindar þeirra, Guðna- eða Goðasteinar og Hámundur, sem er hæstur.  Miðað við ummerki fyrri gosa má ætla að gosvirkni á þessu svæði sé lítil.

Eldgosaannáll Eyjafjalla er ekki langur, fremur en annarra eldfjalla landsins, enda voru forfeður okkar ekki á höttunum eftir nákvæmri staðsetningu gosa fjarri byggð, þótt þau yllu oft tjóni með flóðum og öskufalli.  Skarðsannáll segir frá gosi 1612, sem sást víða á Norðurlandi og olli jökulhlaupi.  Síðasta gos var á árunum 1821-23.  Þá brauzt þriggja klukkustunda risaflóð undan skirðjökli að norðanverðu og vatnaði yfir Markarfljótsdalinn, þannig að hvergi sást í stein milli Fljótshliðar og Eyjafjalla.  Jarðskjálfta hefur oft orðið vart á þessu svæði og núna skömmu fyrir aldamótin varð þar að auki vart við aukið gasútstreymi, sem fylgzt var vel með.

Meira


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM