Hofsjökull,

Meira um Ísland


Gönguleiðir Ísland


HOFSJÖKULL
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Hofsjökull (1760m) er hveljökull á miðhálendinu miðju, kenndur við Hof í Vesturdal í Skagafirði.  Fyrrum var hann nefndur eftir Arnarfelli hinu mikla og hét Arnarfellsjökull.  Hann er þriðji stærsti jökull landsins, u.þ.b. 900 km².  Samkvæmt íssjármælingum, sem Helgi Björnsson hóf á jöklinum 1983, hvílir hann á stórri megineldstöð með geysistórri og djúpri, ísfylltri öskju.  Stór, hringmyndaður fjallgarður með skarði til vesturs kom í ljós og innan hans er 70-80 km² askja, svipið að stærð og Askja í Dyngjufjöllum.  Hofsjökulsaskjan er 600-700 m djúp og Blöndujökull skríður út um skarðið til vesturs. Bergið í eldstöðinni er súrt eins og víðast greinist í megineldstöðvum.  Enn þá er ekki kunnugt um gos á þessum slóðum á nútíma en e.t.v. finnast öskulög úr henni í ískjörnum úr Grænlandsjökli og á hafsbotni.

Orkustofnun lét gera jarðfræðikort af vatnasvæðum Blöndu og Jökulsánna í Skagafirði áður en Helgi fór á stúfana, en Guðmundur Kjartansson aflaði ýmissa upplýsinga um jarðfræði umhverfis jökulsins og kortlagði þær fyrstur manna.
  Helztu hraunin við ísjaðrana eru Lambahraun (gígar undir jökli), hraun við Illviðrahnúka, Háölduhraun (gígar undir jökli), og Illahraun (gígaröð við Brattöldu).  Stærst þessara tiltölulega litlu hrauna er Illahraun og þau eru öll úr þóeiísku blágrýti.  Engar aldursákvarðanir liggja fyrir enn þá.  Þrátt fyrir litla jarðskjálftavirkni í þessari megineldstöð og engin sjáanleg háhitasvæði, telst hún vera virk.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM