Kerlingarfjöll,

Meira um Ísland


Gönguleiðir Ísland


KERLINGARFJÖLL
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug


Bus schedule

 

Kerlingarfjöll eru stórt og litríkt fjalllendi (150 km²) suðvestan Hofsjökuls.  Þau draga nafn af 25 m háum og dökkum drangi, sem stendur upp úr ljósri ríólítskriðu sunnan í Kerlingartindi í fjöllunum vestanverðum.  Aðaleinkenni fjallanna eru súrar gosmyndanir, sem hafa flestar myndazt undir jökli og minna áberandi eru móbergsmyndanirnar.  Tindar fjallanna rísa 800 - 1500 m yfir sjó, sumir allbrattir upp af 600 - 700 m hárri hásléttunni.  Fjöllin eru sundurrist af dölum, gljúfrum og botnum.  Sprungustefna fjallanna er frá suðvestri til norðausturs, en nyrzt er stefnan suðaustur til norðvesturs.  Hveradalir kljúfa fjöllin í tvennt frá vestri.  Engin hraun eru í fjöllunum sjálfum, en Illahraun, sem getið er í kaflanum um Hofsjökul, er u.þ.b. 4 km norðaustan aðalríólítssvæðis Kerlingarfjalla.  Af loftmyndum að dæma, gætu verið tvær öskjur í fjöllunum.  Engin ummerki um eldvirkni á nútíma.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM