Kverkfjöll,

Meira um Ísland


Gönguleiðir Ísland


KVERKFJÖLL
.Eldgos á Íslandi


BÁRÐARBUNGA


Kistufell


DYNGJUHÁLS og TRÖLLADYNGJA


GRÍMSVÖTN

Kverkfjöll eru tiltölulega lítt rannsökuð en vafalaust meðal helztu megineldstöðva landsins.  Fyrstu athuganir þar gerði W. L. Watts árið 1875 og síðan landmælingamaðurinn danski, J. P. Koch árið 1912.  Síðan gerðist lítið á því sviði fram yfir 1930, þegar ýmsir þjóðkunnir ferðalangar og vísindamenn komu til skjalanna.  Árið 1970 gerði Guttormur Sigurbjarnarson frumkort af jarðmyndunum í Krepputungu.  Bæði loftmyndir og innrauðar myndir hafa gefið hugmyndir um skipan eldstöðvarinnar síðan.  Hlaup í Jökulsá á Fjöllum voru jarðvísindamönnum ráðgáta þar til í janúar 2002, þegar í ljós kom, að lónið austan skála Jöklarannsóknarfélagsins hafði tæmzt.  Áður var ekki ljóst, hvort þau kæmu undan Dyngju- eða Kverkjökli.  Lón í vestanverðum fjöllunum eru afleiðing mikillar jarðhitavirkni háhitasvæða.

Kverkfjöll heita eftir Kverkinni milli Eystri- og Vestari-Kverkjfalla.  Hin eystri rísa upp í 1920 m hæð yfir sjó en hin vestari í rúmlega 1860 m, þar sem Jöklarar eiga skála.  Sprunguþyrpingar þessarar eldstöðvar teygjast a.m.k. 50 km til norðausturs á 10-15 km breiðu belti og gizkað er á, að suðurhluti þeirra liggi í átt að Grímsvötnum vegna þess, hve kvikan, sem kemur til yfirborðsins í báðum eldstöðvunum er lík.

Landslagið í Krepputungu er að mestu gróðurvana og hreint ótrúlegt yfirlitum.  Þar skiptast á móbergsfjöll, eyðisandar og misgömul hraun, sum frá nútíma.  Eini gróðurreiturinn er Hvannalindir, þar sem vatn er nægilegt.  Lindahraun, 20-25 km², er í suðurjaðri þeirra, þar sem Fjalla-Eyvindur gerði sér bústað.  Jarðvísindamenn álíta, að Kverkfjallakerfið sé austasta eldstöðvakerfi landsins, þótt Öræfajökull sé austar.  Vatnajökull hylur mikið land, sem er órannsakað og kynni að vera eldvirkt að hluta.  Jökulsá á Breiðamerkursandi hefur hlaupið í aldaraðir á sögulegum tíma og árið 1927 var talað um ösku og brennisteinsfnyk á Sandinum.

Meira


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM