Tindfjöll,

Meira um Ísland


Gönguleiðir Ísland


TINDFJÖLL
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Tindfjallajökull er u.þ.b. 19 km² upp af innanverðri Fljótshlíð.  Nafnið er réttnefni vegna margra tinda, sem standa upp úr jöklinum.  Ýmir (1462m) er þeirra hæstur og Ýma næsthæst.  Þessir tindar eru margir erfiðir uppgöngu og því eftirlæti fjallgöngumanna.  Undir jöklinum austanverðum er talsvert af ríólíti og norðaustantil er gígurinn Sindri.  Hann ásamt Rauðuborg og Búra eru tiltölulega ungir gjallgígar og ummyndanir af völdum háhitavirkni er m.a. að finna í Hitagilsbrúnum.  Merki um litla megineldstöð og öskju uppgötvuðust ekki fyrr en í kringum 1969 af loftmyndum.  Þegar betur var að gáð eru sprungukerfi utan í hálendinu og líkur voru leiddar að gosvirkni á síðari hluta ísaldar og snemma á nútíma.  Þetta goskerfi telst virkt, þótt langt sé frá síðustu gosvirkni.

Þegar ekið er inn eftir Krossáraurum áleiðis til Þórsmerkur, má sjá við nánari athugun þykkt, ljóst og fíngert lag af flikrubergi, sem telst meðal mestu gjóskulaga hérlendis frá ísöld.  Svona gjóska myndast, þegar gífurlega heit gjóskuský ryðjast niður hlíðar eldstöðva og merki slíkra náttúruhamfara finnast víðar um landið.  Næst eldstöðvunum í Tindfjöllum er þetta gjóskulaga víða nokkurra tuga metra þykkt.  Gizkað er á, að magnið sé 3 km³ og þetta gos hafi átt sér stað fyrir u.þ.b. 250 þúsund árum.  Svona gos eru gífurlega öflug og síðustu hamfaragos urðu, þegar St. Helenda í Washingtonríki sprakk árið 1980 og Krakatá í Indónesíu sömuleiðis árið 1883 og olli dauða u.þ.b. 40 þúsund manns.

HÁLENDIÐ MENNING OG SAGA

Meira


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM