Tungnafellsjökull,

Meira um Ísland


Gönguleiðir Ísland


TUNGNAFELLSJÖKULL
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Tungnafell (1392m) er ávalt og bratt fell norðan Tungnafellsjökuls og nafngjafi hans.  Jökullinn sjálfur, vestan Vonarskarðs, er 10 km langur og 5-6 km breiður og heildarflatarmálið í kringum 50 km².  Hlíðar fjalllendisins, sem hann hvílir á, eru víðast bratter og skörðóttar að sunnan og vestan.  Uppi á vesturbrúninni er hæsti staðurinn, Háyrna (1520m).  Tungnafellsjökull er talinn vera talsvert rofin megineldstöð með sv-na sprungustefnu.

Askja hennar er u.þ.b. 10 km löng, 4 km breið og allt að 200 m djúp.  Norðan jökulsins eru nýleg hraun og eldgígar, s.s. Bokki og Dvergar.  Talið er, að önnur og mun eldri askja sé í suðvestanverðu Vonarskarði, suðaustan jökulsins, þar sem ríólítfjallið Skrauti og móbergshnjúkurinn Deilir prýða landslagið.

Meira


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM