Meira um Ísland


Gönguleiðir Ísland


Veðrið við Blöndulón (Kolka)


AUÐKÚLUHEIÐI - GRÍMSTUNGUHEIÐI - EYVINDARSTAÐAHEIÐI
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Leiðir að  þessum heiðum liggja upp úr nokkrum dölum á Norðurlandi, Vatnsdal, Blöndudal og Svartárdal í Húnaþingi og Mælifellsdal og Vesturdal í Skagafjarðarsýslu. Leiðin upp á Grímstunguheiði (722) um Vatnsdal verður að jeppaslóða og tengist Kjalvegi um Stórasandsleið inn á Auðkúluheiði. Leiðin upp á Auðkúluheiði um Blöndudal er öllum bílum fær eftir uppbyggðum vegi Landsvirkjunar (731, 732 og F37) fram hjá Blönduvirkjun. Sé ekið áfram suður og sveigt til hægri skammt norðan Geirsöldi á Kili, er hægt að komast yfir Blöndu á vaði inn á Eyvindarstaðaheiði. Leiðin frá þjóðvegi # 1 liggur um Vesturdal upp á Eyvindarstaðaheiði (# 751, # 752 og F72) að Ásbjarnarvötnum og Laugafelli.  Einnig er leið upp úr Mælifellsdal, sem tengist síðan leiðinni upp úr Vesturdal sunnar, norðan Hofsjökuls. Þessar leiðir eru víða seinfarnar og nokkrir gangnaskálar eru þarna á heiðum uppi. Það er ekki laust við, að þessi tiltölulega velgrónu heiðarlönd heilli og hrífi þá, sem um þau fara, og kalli fólk til sín aftur og aftur.

Á Auðkúlu-, Grímstungu- og Eyvindarstaðaheiðum er mikill fjöldi veiðivatna.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM