Hvannalindir,

Vatnajökuls-

þjóðgarðu
r

Gisting & tjaldst.
Hálendið


Gönguleiðir Ísland


HVANNALINDIR
Hvernig á að komast þangað!

Áður en  farið inn á hálendið komið við hjá næstu upplýsingamiðstöð!
.

.
[Flag of the United Kingdom]
In English


Ferðaáætlanir

Rútur-Ferjur-Flug


 

Hvannalindir eru gróðurreitur í 630 m hæð yfir sjó á lindasvæði í Krepputungu. Lindirnar streyma fram undan Lindahrauni og Lindakvíslin rennur til Kreppu. Þarna er mýrlendi og hálmgresisgrundir með víðiflákum. Með lækjunum er hvannastóð og stöku gulvíðirunnar. Lindakeilir er smáhnjúkur vestanvert við lindasvæðið. Hvannalindir fundust 1834, þegar Pétur Pétursson frá Hákonarstöðum var að leita Vatnajökulsvegar en komust ekki í almæli fyrr en að för Landaleitarmanna lokinni árið 1880. Þá fundust velvarðveittir útilegumannakofar, sem voru kannaðir ítarlega síðar (Kristján Eldjárn o.fl.). Kofarnir eru í þrennu lagi í hraunbrúninni, aðalhíbýli í miðjunni, stakur kofi 2-3 m vestar og annar 75 m sunnar. Á milli þeirra er fjárrétt fyrir 40-50 fjár. Aðalhíbýlin eru fjórir kofar með hraunkambinn sem bakvegg. Austasti kofinn er stærstur með fleti og eldstó með þykku öskulagi og í afhýsinu er nægilegt hvílurúm fyrir tvo. Þar er þakið óhrunið að hluta en annars staðar eru þökin hrunin. Enginn veit með vissu, hver hefur byggt sér bústað þarna en álitið, að Fjalla-Eyvindur hafi dvalið þarna um tíma.  Handbragðið bendir eindregið til þess og einnig sú staðreynd, að ekki var vitað um dvalarstað Eyvindar um nokkurra ára skeið. Landaleitarmenn fundu skinin hrossabein á mel fyrir sunnan Lindakeili og þau eru talin kveikjan að sögunni Heimþrá eftir Þorgils gjallanda, sem var einn leitarmanna. Það er víðsýnt úr Hvannalindum en fremur kaldranalegt. Kreppuhryggir stendur á milli Lindanna og Kreppu.
HÁLENDIÐ MENNING OG SAGA

Eftir stofnun þjóðgarðsins Vatnajökuls hinn 7. júní 2008 urðu Hvannalindir eitt aðsetra þjóðgarðsvarða.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM