Hvítárnes

Gönguleiðir Ísland


Hvítárnes

 


HVÍTÁRNES

.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug


SBA-Norðurleið

 

Hvítárnes er allstórt gróðurlendi við norðaustanvert Hvítárvatn. Það hefur hlaðizt upp við framburð Fúlukvíslar, Fróðár og Tjarnár. Þar stendur elzti skáli Ferðafélagsins, byggður 1930, og á góðum degi er þar mjög fagurt. Fornar bæjartóttir, e.t.v. Tjarnarkot, gefa til kynna búsetu fyrrum. Líkum er leitt að því, að byggðin hafi farið í eyði í Heklugosi 1104.  Sumir gestir skálans telja sig verða vara við draugagang í einu herbergja hans, og þá einkum, ef sofið er í einu sérstöku rúmi. Þetta fólk hefur séð gráklæddri stúlku bregða fyrir, en hún er sögð hafa orðið úti á milli bæjarhúsanna fyrrum. Fuglalíf er fjölskrúðugt í Hvítárnesi. Hvítárnes er viðkomustaður  SBA-Norðurleiða á sumrin.

Mjög skemmtileg gönguleið er milli Hvítárness og Hveravalla 

Fúlakvísl á tvenn meginupptök undan Langjökli austanverðum.  Hin syðri eru í Jökulkrók norðan Fögruhlíðar en hin nyrðri um grunnan dal milli Þjófadalafjalla og jökuls.  Sumir kalla þetta svæði Hundadali.  Nyrðri kvíslin fellur í háum fossi niður í hina syðri vestan Rauðkolls.  Austan Fögruhlíðar bætist ein kvísl við.  Mikið vatn bætist við undan Hrútfelli.  Fúlakvísl fellur í kvíslum á eyrum við Þjófadali og þaðan í þröngu gljúfri meðfram vestanverðu Kjalhrauni.  Við Þverbrekknamúla er það svo þröngt, að tiltölulega auðvelt er að stökkva yfir það.  Þar heitir Hlaup.  Við Hrefnubúðir kvíslast hún aftur á eyrum um Hvítárnes til Hvítárvatns.

Gullfoss 45 km <Hvítárnes> Hveravellir 53 km.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM