Kerlingarfjöll

Gisting & tjaldst.
Hálendið


Gönguleiðir Ísland


Gönguleiðir
Kerlingarfjöll


KERLINGARFJÖLL

.


[Flag of the United Kingdom]
In English


SBA-Norðurleið

 

Kerlingarfjöll eru höfuðprýði fjallahringsins, sem blasir við frá Kili. Þau ná yfir u.þ.b. 150 km² svæði suðvestan Hofsjökuls. Fjalllendið dregur nafn sitt af 25 m háum og dökkum móbergsdrangi, sem stendur upp úr ljósgrýtisskriðum Kerlingartinds, en aðalsteintegundir fjallanna eru móberg og ljósgrýti (ríólít). Tindarnir teygja sig 800 - 1500 m yfir sjávarmál og 600 - 700 m yfir umhverfið. Fjöllin eru sundurskorin af dölum, gljúfrum og dældum.    Snækollur (1477m) er hæstur tinda og næstur honum er Loðmundur (1432m). Aðrir tindar í svokölluðum Miðfjöllunum eru m.a. Mænir (1335m), en í Suðurfjöllunum eru stakir tindar eins og Höttur og Ögmundur. Jarðhitinn í Kerlingarfjöllum er geysimikill og flokkast undir háhita. Jöklar Fjallanna (Jökulfall) hafa verið á hröðu undanhaldi og svo var komið 1998 að leggja varð starfsemi skíðaskólans niður eftir áratuga rekstur. Í Árskarði/Ásgarði reisti Ferðafélag Íslands skála á árunum1937-38 og síðan spruttu þar upp byggingar Skíðaskólans eftir 1961, sem lagði FÍ skálann síðan undir sig.

Leppistungur eru milli Kerlingarár, Fúlár og Sandár á Hrunamannaafrétti sunnan Kerlingarfjalla.  Fúlá kemur upp undan Vestra-Rjúpnafelli og rennur um mikið gljúfur í fyrstu.Stóri-Leppur (982m) og Litli-Leppur (711m) eru nafngjafar tungnanna.  Leitarmannakofi er í Leppistungum.

Mænir (1335m) eru næstur nyrzt, en hallar nokkuð til suðurs.  Hann er víðast kríngdur hengiflugum og efst er hann úr hrafntinnu.

Skeljafell (1027m; móberg) er vestast í fjallgarðinum, norðvestur af Ögmundi og vestan Miklumýrarlækjar.

Skrattakollur (móberg; 1158m) er sunnan til í Kerlingarfjöllum

Snækollur (1478m) er keilulagaður, hæsti tindur Kerlingarfjalla, oftast snævi þakinn.  Útsýnið af honum er vítt á góðum degi.  Það má sjá alla leið til Vestfjarða, austur til Ódáðahrauns og út á haf, norðan- og sunnanlands.  Ganga á Snækoll frá Árskarði tekur u.þ.b. 3 klst.


Ýmsar sögur eru til af útilegumönnum og illum vættum í Kerlingarfjöllum og þau voru lengi vel ekki leituð af þeim sökum. Það var ekki fyrr en 1941, að Ferðafélagið stóð fyrir nánari könnun þeirra. Samkvæmt sögnum, stóð bærinn Innra-Árskarð í Árskarði.  Miklar deilur stóðu um nafnið Árskarð, sem margir vildu skíra Ásgarð. Kerlingarfjöll eru í sumaráætlun SBA-Norðurleiðar hf.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM