Breiðafjarðarferjan Baldur,

Meira um Ísland


Gönguleiðir Ísland


Breiðafjarðareyjar


BREIÐAFJÖRÐUR
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug


Ferðaheimur

Breiðafjörður er annar stærsti flói landsins (mynnið 70 km breitt). Innan til, þar sem hann er grynnri og mjórri, eru óteljandi eyjar (u.þ.b. 2700 með einhverjum gróðri), sker og boðar. Margar þessara eyja voru byggðar fyrrum en eru nú flestar í eyði. Sagt er, að fólk, sem bjó við Breiðafjörð og á eyjunum hafi sjaldan eða aldrei liðið matarskort, því eyjarnar, sem iðuðu af fuglalífi, voru forðabúr og gnægð fisks var í flóanum. Sjávarfallastraumar eru víða miklir og sigling milli þeirra er því víða hættuleg.

Víða standa enn þá hús á yfirgefnum eyjum. Mörgum þeirra er haldið við og notuð til sumardvalar og eyjarnar jafnframt nytjaðar mismikið. Breiðafjörður kemur mjög við í Íslandssögum, s.s. í Gíslasögu, Eyrbyggju, Laxdælu og Sturlungu og þar er víða að finna rætur íslenzkrar menningar. Flóinn var mjög fisksæll og er enn þá, þótt fiskurinn hafi víða færzt utar. Þar eru góð hörpudisksmið og selalátur víða.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM