Meira um Flatey


Meira um Ísland


Eyjar Breiðafjarðar


FLATEY
FERÐAVÍSIR

.

.
[Flag of the United Kingdom]
In English


Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Flatey er stærst Vestureyja.  Alls heyra undir hana tæplega 40 eyjar og hólmar. Í Flatey hefur verið verzlunarstaður frá miðöldum og löggiltur frá 1777. Klaustur var reist á eyjunni árið 1172. Þá var hún helzta miðstöð menningar og lista á Íslandi um miðja 19. öld.

Kirkjunni í Flatey er þjónað frá Reykhólum en hún var reist árið 1926. Að innan er kirkjan skreytt með myndum eftir Baltasar. Hluti eyjarinnar er friðland síðan 1975. Fjölbreytt þjónusta er við ferðamenn og margt áhugavert er að skoða í Flatey.  

Breiðafjarðarferjan Baldur heldur uppi samgöngum við eyjuna í ferðum sínum milli Stykkishólms og Brjánslækjar..


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM