Meira um Ísland


Gönguleiðir Ísland


SKEIÐAÁVEITAN


FLÓAVEITAN
Frægasta vatnsveita heims!!
„Járnbitagrýður"
FERÐAVÍSIR

Flóaáveitan var grafin á árunum 1918 - 1927. Alls náði hún til flæðiengja sem voru 12000 hektarar. Þessi merkilegagrafa, sem var flutt til landsins til verksins, fékk nafnið „Járnbitagrýður". Hún gróf skurði sem voru 11 m breiðir og 5 metra djúpir. Einn sérkennilegur maður, Guðbrandur Jónsson nefndurprófessor, var kaþólskrar trúar og gekk á fund Píusar páfa. Páfi þekkti ekki mikið til Íslands en hafði fengið fregnir afþessari merkilegu framkvæmd, Flóaáveitunni.
Heimild, Sigurður Grétar Guðmundsson.

Flóaáveitan eru skurðir sem liggja um gjörvallan Flóa eða allt frá Ölfusá í vestri að Þjórsá í austri. Þetta stórvirki síns tíma samanstóð af 300 km löngum skurðum sem að mestu voru handgrafnir- og 900 km af flóðvarnargörðum. Flóaáveitan mun hafa náð yfir 12 þúsund hektara land og með tilkomu hennar urðu mikil umskipti í búskap og atvinnuháttum á svæðinu. Framkvæmdir við áveituna hófust 1922 og var flóðgáttin tekin í notkunn árið 1927 þegar Flóaáveitan tók til starfa. Enn þann dag í dag gegnir hún viðamiklu hlutverki í vatnsmiðlun í sveitafélaginu. Inntak áveitunnar er við Hvítá, þar er upplýsingaskilti með ítarlegum upplýsingum um Flóaáveituna. Til austurs frá inntakinu er merkt gönguleið (um 4,4  km ganga, aðra leið).

Þegar Kristján konungur tíundi og Alexandra drottning hans komu hingað árið 1926 og svo til engir vegir voru til á Íslandi, þá fóru þau þess eindregið á leit við gestgjafa sína að fá að fara alla leið austur að flóðgáttinni á Brúnastaðaflöt-um til þess að skoða þetta glæsilega mannvirki sem miklar sögur fóru þá af í Danaveldi.


Söguslóðir Suðurland

Dráttarbíll KÁ kemur með skurðgröfu að Vorsabæ, 1949. Fyrsta traktórsgrafan grefur vatnsveitu á Skeiðum, 1962. Sýsluýtan prufukeyrir jarðtætara á íþróttavellinum á Selfossi.

HELSTU SKIPASKURÐIR HEIMS
 

.
[Flag of the United Kingdom]
In English


Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug
 TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM