VESTFIRÐIR
FERÐAVÍSIR
Skoðunarvert

Rútuáætlanir
Á eigin vegum
Ferjuáætlanir
Flugáætlanir
Gisting
Tjaldstæði
Sundstaðir
Golf
Stangveiði
Þjóðgarðar
Menning & saga
Skipulagðar ferðir
Gönguleiðir
Söfn og gallerí
Kirkjur
Ferðakort
Myndir
Meira um Ísland
Upplýsingamiðst.

 


Veður og færð


FLÓKALUNDUR - BRJÁNSLÆKUR
FERÐAVÍSIR

.

.
[Flag of the United Kingdom]
In English


Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Flókalundur er í Vatnsfirði á Barðaströnd. Það er óhætt að fullyrða, að þetta svæði sé meðal hinna allrafegurstu á landinu og landið allt víði vaxið.  Það er frið að hluta síðan 1975. Vatnsfjörður er þekktur úr sögunni vegna landgöngu Hrafna-Flóka, sem gaf landinu nafnið, sem festist við það. Þjónusta við ferðamenn er í örum vexti og stendur margt í boða og m.a. veiði í Vatndalsvatni og Vatndalsá og kajakaferðir á firðinum. Í utanverðum Vatnsfirði að vestan er hið forna höfuðból og kirkjustaður  Brjánslækur, viðkomustaður ferjunnar Baldurs. Skammt ofan við Brjánslæk er Surtarbrandsgil, friðlýst náttúruvætti. Þar eru steingerðar plöntuleifar frá hlýskeiðum ísaldar. Bjarni Pálsson og Eggert Ólafsson veittu staðnum athygli og lýstu honum um miðbik 18. aldar.

Hellulaug er undir klettum niðri í fjöru neðan eyðibýlisins Hellu, rétt við Flókalund.  Hún er grjóthlaðin og steypt, um 4 x 3m og 50-70 sm djúp.  Vatnið rennur úr borholu uppi á klettinum á svipuðum stað og gamla Hellulaugin var.  Vatnið í lauginni er 38°C og sýrustigið (pH) 9,96.  Gestir eru beðnir um að ganga vel um laugina.

Krossholt er þéttbýliskjarni við Hagavaðal skammt vestan Brjánslækjar í landi Kross.  Sundlaug var byggð árið 1948 á Krossholtum.  Félagsheimilið Birkimelur var vígt 1962.  Þarna er grunnskóli með átta bekkjum og útibú frá kaupfélagi Barðstrendinga.  Hitaveita er á Krossholti.


Vegalengdin milli Reykjavíkur og Flókalundar er 341 km um Hvalfjarðargöng en 159 km styttri, ef siglt er með Baldri milli Stykkishólms og Brjánslækjar.

Patreksfjörður 61km, Ísafjörður 116 km, Byggðasafnið að Hnjóti 53 km, Látrabjarg 75 km < Flókalundur - Brjánslækur > 6 km, Bjarkarlundur 126 km.
.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM