Garðabær meira,

Meira um Ísland


Gönguleiðir Ísland

reykjavik by night.JPG (7293 bytes)
Áhugaverðir staðir á Suðvesturlandi

 
GARÐABÆR

Meira

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Menning Garðabær
Krókur á Garðaholti, smábýli þar sem varðveittir eru gamlir munir.  Opið hús á sunnudögum í sumar frá kl. 13-17. Ókeypis aðgangur.

Minjagarður að Hofsstöðum. Opið allan sólarhringinn allan ársins hring, ókeypis aðgangur.  

Hönnunarsafn Íslands,  sýningin Circus er til sýnis í sýningarsalnum við Garðatorg.  Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 14-18. Ókeypis aðgangur.

Útivist: Garðabær
Upplýsingar um veiði í Vífilsstaðavatni  Sími: 565-7373 Sundlaug Garðabæjar, íþróttamiðstöðinni Ásgarði.  

Golfvellir:  Vífilstaðavöllur
Sími: 565-7373. Urriðavatnsvöllur Sími: 565-9074

Vífilsstaðir var bær norðvestan Vífilstaðavatns.  Þar byggði fyrstur Vífill, leysingi Ingólfs Arnarsonar, fyrsta landnámsmannsins.  Hann var annar tveggja þræla Ingólfs, sem fundu öndvegissúlurnar og fengu frelsi fyrir.  Vífilsfell er einnig kennt við hann, því hann var maður veðurhræddur og gekk á fellið á hverjum degi til að gá til veðurs áður en hann héldi á sjó til fiskveiða.  Hinn 1. september 1910 var heilsuhæli fyrir berklasjúklinga tekið í notkun á Vífilsstöðum.  Þetta stóra hús var þá líklega hið stærsta á landinu og var byggt fyrir samskot eftir teikningum Rögnvaldar Ólafssonar.

Upp úr aldamótunum 1900 var dánartíðni berklasjúklinga hæst á Íslandi miðað við önnur Evrópulönd.  Eftir tilkomu berklahælanna, sem voru opnuð víða um land, dró úr þessari þróun og núna er dánartíðni af völdum þessa sjúkdóms lægri hérlendis en í nokkru öðru landi heims.  Starfsemi heilsuhælisins var hætt og því breytt í spítala fyrir sjúklinga með sjúkdóma í öndunarfærum árið 1973.  Samhliða rekstri berklahælisins var stórt kúabú, sem lagt var niður árið 1974.  Meðferðarstofnun fyrir áfengissjúklinga, sem er deild frá Kleppsspítala var stofnuð þar í sérhúsnæði árið 1976.  Spítalanum var lokað 2002.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM