SUÐVESTURLAND
FERÐAVÍSIR
Skoðunarvert
Rútuáætlanir
Á eigin vegum
Ferjuáætlanir
Flugáætlanir
Gisting
Tjaldstæði
Sundstaðir
Golf
Stangveiði
Þjóðgarðar
Menning & saga
Skipulagðar ferðir
Gönguleiðir
Söfn og gallerí
Kirkjur
Ferðakort
Myndir
Meira um Ísland
Upplýsingamiðst.

Garðabær meira

 GARÐABÆR
FERÐAVÍSIR

.

.
[Flag of the United Kingdom]
In EnglishFerðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

 

Garðabær, áður Garðahreppur, fékk kaupstaðarréttindi árið 1976 og hefur vaxið einna örast sveitafélaga á landinu. Margir telja Garðabæ vera svefnbæ í næsta nágrenni Reykjavíkur, en of fáir vita þó að u.þ.b. 3000 störf eru innan bæjarfélagsins, sem telur um 8000 íbúa og fer fjölgandi. Góðir skólar eru í Garðabæ m.a. nýr fjölbrautarskóli og var Garðabær eitt allra fyrsta sveitarfélagið til að einsetja skólana. Innan Garðabæjar eru Vífilsstaðir þar sem stórt og fullkomið sjúkrahús fyrir berklasjúklinga var byggt á fyrsta tugi 20. aldar og berklum var  nærri verið útrýmt á landinu.  Á fjórða áratugnum var starfseminni beint að   lungna- og öndunarfærasjúklingum. Í janúar 2004 varð spítalinn að hjúkrunarheimili fyrir 50 aldraða sem deild í Landsspítala háskólasjúkrahúss.  Húsnæðið var endurhannað vegna þessa nýja hlutverks og öll tól og tæki ný. Vífilsstaðir og Vífilsstaðavatn eru í jaðri þéttbýlisins en góð silungsveiði er í vatninu.

Mikið menningarlíf er í bænum og margir þekktir listamenn eru búsettir þar eða hafa alizt þar upp. Þrír golfvellir eru í bæjarlandinu þ.a.m. einn á Vífilsstaðatúninu. Margar skemmtilegar gönguleiðir eru í Garðabæ og um bæinn þveran og endilangan eru góðir göngustígar en einnig eru góðar gönguleiðir utan þéttbýlis.

Meira
.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM