STRANDIR
VESTFIRÐIR
FERÐAVÍSIR
Skoðunarvert

Rútuáætlanir
Á eigin vegum
Ferjuáætlanir
Flugáætlanir
Gisting
Tjaldstæði
Sundstaðir
Golf
Stangveiði
Þjóðgarðar
Menning & saga
Skipulagðar ferðir
Gönguleiðir
Söfn og gallerí
Kirkjur
Ferðakort
Myndir
Meira um Ísland
Upplýsingamiðst.

 


GJÖGUR - DJÚPAVÍK
FERÐAVÍSIR

.

.
[Flag of the United Kingdom]
In English


Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Gjögur er fyrrum fræg veiðistöð við mynni Reykjarfjarðar, einkum vegna hákarlaveiði á 19. öld. En þaðan fóru oft um 15 skip til hákalaveiða samtímis. Nú er engin ábúandi á Gjögri nema sumardvalarfólk. Norður af Gjögri er Finnbogastaðir en þar er gistaðstaða fyrir ferðamenn á sumrin. Kaupfélag Strandamanna er með útibú í Norðurfirði við Trékyllisvík. Vegakerfið á Ströndum endar við bæina Fell, Munaðarnes og niðri í Ingólfsfirði, þótt hægt sé að brölta vegleysu, víða í fjöruborðinu, inn í Ófeigsfjörð. Reglubundið póstflug er til Gjögurs og eru það einu samgöngurnar yfir vetrarmánuðina.  Viðarreki hefur ætíð verið mikill á Ströndum og verið talinn til mikilla hlunninda (sjá nánar). Á Djúpavík er rekið hótel og þar er að finna fjölbreytta afþreyingu fyrir ferðamennHótelið er opið allt árið. Vegalengdin frá Rvík til Djúpavíkur er  360 km, u.þ.b. 85 km frá Hólmavík og 18 km frá Gjögri. Nánar um Gjögur og Djúpavík undir áhugaverðir staðir hér til hliðar.

Gjögur 18 km <Djúpavík> Drangsnes 37 km.
.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM