Grimsey_Loftmynd_Fridthjofu
Guesthouse Basar
GrimseyMeira um Ísland


Gönguleiðir Ísland

Google Earth


GRÍMSEY
FERÐAVÍSIR

.
[Flag of the United Kingdom]
In English

saefari_39
Grímseyjarferjan Sæfari, Áætlun

 

Flatarmál Grímseyjar er 5,3 km² og skemmsta vegalengd milli lands og eyjar er 41 km. Heimskautsbaugur snertir hana norðanverða og í kringum sumarsólstöður hnígur sólin þar ekki alveg til viðar. Hæst liggur eyjan 105 m yfir sjó og þverhnípt fuglabjörg eru útverðir hennar í allar áttir nema til suðurs. Hún er öll vaxin grasi og lyngi og öðrum 117 tegundum plantna. Allt að 60 tegundir fugla verpa þar eða hafa þar sumarsetu.

Eyjan var numin snemma og óstaðfestar sögur herma, að þar hafi verið allt að 50 bæir, sem er þó ósennilegt. Eyjan var í eigu Möðruvallaklausturs á katólskum tímum. Hinir 100 íbúar Grímseyjar búa í þorpinu á suðurenda hennar og lifa af fiskveiðum. Eyjarinnar er getið í mörgum sögnum og Íslendingasögum og minnst er á, að íbúarnir hafi þótt liðtækir skákmenn á síðari hluta 19. aldar. Sambandi við eyjuna er haldið uppi með  ferju og flugvélum.
Meira um Grímsey

Gönguleiðir: 
Þeir, sem hafa tíma, ganga gjarnan um eyjuna þvera og endilanga, skoða lífið við höfnina og fuglana í björgunum.

Kolbeinsey er vart meira en sker u.þ.b. 40 sjómílur norðvestan Grímseyjar.  Talið er, að Grímseyingar hafi sótt þangað egg og sel.  Eyjan hefur eyðzt vegna sjávargangs og hafíss.  Hún var 40 m lögn og 30 m breið árið 1971

.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM