SUÐURLAND
 FERÐAVÍSIR
Skoðunarvert
Menning & saga
Rútuáætlanir
Á eigin vegum
Ferjuáætlanir
Flugáætlanir
Gisting
Tjaldstæði
Sundstaðir
Golf
Stangveiði
Þjóðgarðar
Skipulagðar ferðir
Gönguleiðir
Söfn og gallerí
Kirkjur
Ferðakort
Myndir
Meira um Ísland
Upplýsingamiðst.

 


Strokkur


GULLFOSS - GEYSIR
FERÐAVÍSIR

.

.
[Flag of the United Kingdom]
In English


Sigríður Tómasdóttir


Gullfoss / Sagan af Þóroddi og Guðrúnu

 

Gullfoss í Hvíta hefur af mörgum verið talinn einn fegursti foss veraldar. Hér má með sanni segja að sjón sé sögu ríkari því orð geta vart lýst þeim hughrifum sem fólk verður fyrir þegar komið er að Gullfossi. Margar sögur, sannar og skáldaðar, hafa orðið til í kringum fossinn en merkilegust er þó saga heimamanna þeirra, sem börðust gegn því af alefli, að fossinn yrði seldur erlendum aðilum til virkjunar. Geysir í Haukadal er talinn stærsti goshver í heimi og í mörgum tungumálum nefnast goshverir almennt eftir honum (geysir - geyser). Geysir hefur að mestu verið í hvíld frá aldamótunum 1900 en hæstu gos hans á árum áður hafa mælst um 80 metrar.

E
ftir jarðskjálftanna sumarið 2000 hefur Geysir gosið nokkrum gosum og vatnsflæði jókst verulega úr öðrum hverum.

Umhverfis Geysi eru fjölmargir minni goshverir og er Strokkur þeirra stærstur en hann gýs reglulega. Við Geysi er Haukadalsskógur sem hefur verið í ræktun í marga áratugi og um hann eru margar skemmtilegar gönguleiðir. Allsérstakt hótel er við Geysi og sund og önnur baðaaðstaða er til fyrirmyndar. Margir aðilar í ferðaþjónustu bjóða daglegar ferðir til Gullfoss og Geysis árið um kring.

Gönguleiðir í nágrenni Geysissvæðisins eru aðallega í Skógræktinni í Haukadal og þaðan liggja leiðir upp á fjöll, hvort sem er til austurs yfir Kjöl, eða til vesturs að Brunnum við vegamót Kaldadalsvegar og Uxahryggja.  Margir ganga með gljúfri Hvítár að Gullfossi og sumir hefja Kjalargöngu þaðan.

Vegalengdin frá Reykjavík að Gullfossi er 125 km.


Reykholt 24 km <Gullfoss> Laugarvatn 38 km Selfoss um Skeið 71 km. Hvítárnes á Kjalvegi 45 km.
.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM