Söfn á Íslandi


Meira um Ísland


Gönguleiðir Ísland


SIGRÍÐUR TÓMASDÓTTIR
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug


Gullfoss / Sagan af Þóroddi og Guðrúnu

 

Sigríður Tómasdóttir fæddist í Brattholti 1874 og bjó þar til dauðadags.  Bærinn var í alfaraleið þeirra, sem komu til að skoða Gullfoss, þannig að stundum var gestkvæmt.  Systrunum í Brattholti þótti vænt um fossinn og voru oft leiðsögumenn gestanna.  Þær gerðu fyrsta göngustíginn við fossinn.  Sigríði gafst ekki kostur á skólagöngu, en hún var vel að sér, lesin og listræn og talsver kvað að hannyrðum hennar og teikningum.

Um aldamótin 1900 vaknaði áhugi erlendra auðmanna á virkjun vatnsfalla á Íslandi.  Breti nokkur fékk áhuga á Gullfossi og bauð Tómasi, föður Sigríðar, 50.000.- kr. fyrir hann, en hann svaraði: „Ég sel ekki vin minn”.  Síðar komst fossinn í hendur manna, sem vildu virkja hann.  Þá hófst barátta Sigríðar fyrir friðun fossins.  Andstæðingar hennar voru margir valdamestu og ríkustu menn landsins, en hún lét ekki bugast og lagði á sig mörg og löng ferðalög til að reyna að sannfæra valdhafana í Reykjavík.  Þegar svo var komið, að málið virtist tapap, hótaði Sigríður að steypa sér í fossinn.  Úr því varð ekki, því henni tókst með aðstoð lögfræðings síns, Sveins Björnssonar, að fá samningnum rift, þegar leigugjald barst ekki, og Gullfoss komst í eigu ríkisins.

Sigríður lézt árið 1957 og var grafin í Haukadal.  Hún verður ætíð í heiðri höfð sem bjargvættur Gullfoss.  Minnismerki hennar við fossinn er verk Ríkharðs Jónssonar.

Söguslóðir Suðurland


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM