SUÐVESTURLAND
FERÐAVÍSIR
Skoðunarvert
Rútuáætlanir
Á eigin vegum
Ferjuáætlanir
Flugáætlanir
Gisting
Tjaldstæði
Sundstaðir
Golf
Stangveiði
Þjóðgarðar
Menning & saga
Skipulagðar ferðir
Gönguleiðir
Söfn og gallerí
Kirkjur
Ferðakort
Myndir
Meira um Ísland
Upplýsingamiðst.

 


HAFNARFJÖRÐUR,
FERÐAVÍSIR

.


[Flag of the United Kingdom]
In EnglishBuses-Flights
Ferries-Car rentals

 

 

Hafnarfjörður, sem gengur undir nafninu „Bærinn í hrauninu”, fékk ekki kaupstaðarréttindi fyrr en árið 1908 þó svo að staðurinn hafi verið einn mikilvægasti verzlunarstaður landsins allt frá 14. öld.  Frá upphafi hinnar 17. til loka 18. aldar var hann hinn veigamesti á landinu.  Bjarni Sívertsen kaupmaður lagði grunn að blómlegu atvinnulífi í bænum um aldamótin 1800 með verzlun og útgerð.  Nokkur hús í miðbænum hafa varðveitzt frá þessum tíma.  Hann lét reisa sér íbúðarhús árið 1805.  Það hefur varðveitzt óbreytt og er í hógværum barokkstíl.  Brydepakkhúsið er frá 1865, grindarhús með hraunfyllingu að hluta.  Hliðarbygging þess var reist fimm árum síðar og stækkuð 1930.  Það var gert upp á vegum Þjóðminjasafnsins á árunum 1980-86 undir stjórn Páls Bjarnasonar arkitekts.

Verulegur hluti bæjarins stendur í hraunbrekku og í Hellisgerði, skemmti- og blómagarði Hafnafjarðar, má sjá þverskurð þess landslags sem myndar umgjörð um upprunalegan hluta bæjarins. Lítil ferðaþjónustubryggja er fyrir utan Fjörukrána og er þar boðið upp á sjóstangaveiði og hvalaskoðun á trébáti. Einnig eru farnar ferðir þaðan með nútima víkingaskipum um söguslóðir í nágrenninu. Við Fjörukrána eru haldnar víkingahátíðir, sem eru fjölsóttar af bæjarbúum og ferðamönnum innlendum sem erlendum.

Hafnafjörður býður allt hið bezta í ferðaþjónustu og menningarlífi og stutt er í silungsveiði í vötnum. Göngumögleikar eru miklir jafnt innan bæjar sem utan og útivistarfólk finnur hér flest við sitt hæfi. Golfvöllurinn á Hvaleyrarholti er með vinsælustu golfvöllum landsins og er fjölsóttur af heimamönnum og gestum.

Gönguleiðir í Hafnarfirði og nágrenni:  Hellisgerði er vinsæll staður innan bæjar en Heiðmörk er í næsta nágrenni.  Þar eru margar gönguleiðir og fjöldi fólks unir sér vel á Kaldárselssvæðinu.  Þá má nefna, að aðalgönguleiðin um Reykjanes endilangt, Reykjavegur, er skammt frá bænum.

.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM