VESTFIRÐIR
FERÐAVÍSIR
Skoðunarvert

Rútuáætlanir
Á eigin vegum
Ferjuáætlanir
Flugáætlanir
Gisting
Tjaldstæði
Sundstaðir
Golf
Stangveiði
Þjóðgarðar
Menning & saga
Skipulagðar ferðir
Gönguleiðir
Söfn og gallerí
Kirkjur
Ferðakort
Myndir
Meira um Ísland
Upplýsingamiðst.


Fuglar Vestffirðir


HEYDALUR - REYKJANES
FERÐAVÍSIR

.
[Flag of the United Kingdom]
In English

 

 


Heydalur við Mjóafjörð er vinsæll áningarstaður þeirra, sem eiga leið um Djúpið. Umhverfið skartar mikilli náttúrufegurð og er fjölsótt af ferðamönnum.

Galtahryggslaug.  Leiðin að lauginni liggur
fram hjá Djúpmannabúð, um 1,9 km eftir þokkalegri slóð.  Hún er niðurgrafin og stífluð með jarðefni.  Lítill búningsklefi er við laugina.  Líklega er hann aðeins til einkanota. Stærð laugar um 3 x 2 x 0,5 m.  Vatnshiti er 41°C og sýrustig (pH) 10,1 . Rennsli er 0,2-0,3 l/sek.

Í Heydal og á Reykjanesi er rekin hótelþjónusta allt árið.  Árlega er haldin fjölskylduhátíð í Djúpmannabúð.

Reykjanes er mjór skagi milli Reykjafjarðar og Ísafjarðar.  Þar er rekin ferðaþjónusta og hótel allt árið.  Reykjanes komst í alfaraleið haustið 2009, þegar Mjóafjárðarbrúin var opnuð. Reglulegar bátsferðir eru frá Ísafirði. Tiltölulega stutt er í góðar laxveiðiár og veiðivötn og má t.d. nefna Laugadalsá og Langadalsá. Veðursæld er mikil í Mjóafirði, þar sem náttúrunnendur geta valið úr fjölmörgum gönguleiðum, farið í fjöruskoðun og baðað sig í heitum laugum, sem eru víða um Djúpið.  Héraðsskólinn við Reykjanes starfaði óslitið frá árinu 1934 til 1991.  Barnaskólinn í Reykjanesi starfaði svo áfram til ársins 1996.

Vegalengdin frá Reykjavík er 320 km um Hvalfjarðargöng, 47  km frá Hólmavík og 137 km frá Ísafirði.
Súðavík 113 km <Heydalur-Reykjanes> Hólmavík 89 km.
.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM