Hjörsey,

Meira um Ísland


Gönguleiðir Ísland


HJÖRSEY
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Hjörsey (5,5 km2) er stærsta eyjan fyrir Vesturlandi.  Hún tilheyrir Mýrarsýslu, er velgróin og þar voru oftast stórbýli eða mörg smærri.  Ægir hefur sótt hart að henni og hún minnkar stöðugt.  Hlunnindi voru aðallega reki og útræði, sem var jafnan hættulegt vegna mikils fjölda skerja fyrir strönd Mýranna, þar sem fjöldi skipa hefur farizt.  Kirkjan, sem stóð á eyjunni var rifin skömmu fyrir aldamótin 1900.  Oddný Þorkelsdóttir Eykyndill, fögur kona og festarmey Björns Hítdælakappa, átti heima í Hjörsey.  Þórður Kolbeinsson, skáld, ginnti hana frá Birni.  Hjörseyjar-Helga Árnadóttir, lögmanns Oddssonar, sem var kona Þórðar Jónssonar, prests í Hítardal, átti einnig heima þar.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM