HÖFN
FERÐAVÍSIR
Skoðunarvert
Menning & saga
Rútuáætlanir
Á eigin vegum
Ferjuáætlanir
Flugáætlanir
Gisting
Tjaldstæði
Skipulagðar ferðir
Gönguleiðir
Söfn og gallerí
Kirkjur
Ferðakort
Myndir
Meira um Ísland
Upplýsingamiðst.Vatnajökulsþjóðg.

Pakkhúsið séð frá bryggju
Pakkhúsið

 
 HORNAFJÖRÐUR

FERÐAVÍSIR
Hverng kemst ég þangað

.


[Flag of the United Kingdom]
In English


Krakka Ferðavísir
Vissir þú?


UPPLÝSINGAMST Á INTERNETINU
Höfn-Jökulsárlón-Skaftafell & nágrenni

Hvítasunnukirkjan við Hafnarbrautina
Hvítasunnukirkjan

Höfn er eini bærinn á landinu, sem er í skipgengdum árósi. Þar byggist lífið á fiski,  verzlun og ferðaþjónustu.

Hornafjarðarbær er á nesi milli Hornafjarðar og Skarðsfjarðar ásamt nágrannabyggðalögum eftir sameiningu þriggja sveitafélaga. Bærinn hlaut kaupstaðaréttindi árið 1988 en byggð hófst um einni öld áður,þegar Otto Tuliníus flutti verzlun sína frá Papósi til Hornafjarðar.

Höfn hefur verið miðstöð verzlunar í Austur-Skaftafellssýslu um langt árabil, eða síðan Ottó Tuliníus flutti verzlun sína frá Papósi. Innan marka staðarins er Ósland sem hefur verið friðlýst sem fólksvangur.  Þar er mikið kríuvarp.

Sunnan Óslands er Hornafjarðarós.  Vestan hans er Suðurfjörutangi og austan Austurfjörutangi.  Fyrrum kom fólk austur Suðurfjörur frá Flatey á Mýrum í kaupstaðinn og var ferjað frá Melatanga, einnig síðar, þegar flugvöllur var á tanganum.  Mikil gestanauð var í Flatey á meðan hestaferðalög tíðkuðust.

Afar fjölbreytt þjónusta er í boði fyrir ferðamenn og er gisti- og veitingaaðstaða eins og bezt verður á kosið. Vegalengdin frá Reykjavík er 474 km um Suðurland.

Jökulsárlón 78 km <Höfn> Djúpivogur 103 km.
.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM