NORÐURLAND
FERÐAVÍSIR
Skoðunarvert
Menning & saga
Rútuáætlanir
Á eigin vegum
Ferjuáætlanir
Flugáætlanir
Gisting
Tjaldstæði
Sundstaðir
Golf
Stangveiði
Þjóðgarðar
Skipulagðar ferðir
Gönguleiðir
Söfn og gallerí
Kirkjur
Ferðakort
Myndir
Meira um Ísland
Upplýsingamiðst.


HOFSÓS

FERÐAVÍSIR

.

.
[Flag of the United Kingdom]
In English

Rútuferðir innan Skagafjarðar

 

Hofsós er lítið og vinalegt þorp við austanverðan Skagafjörð, tiltölulega stutt frá Sauðárkróki. Hofsós á að baki 400 ára sögu verslunar og viðskipta og sjást leifar þessarar löngu verslunarsögu í Pakkhúsinu. Pakkhúsið var byggt 1772 úr innfluttum viði frá Danmörku á tímum dönsku einokunarverslunarinnar.

Þar er Vesturfarasetrið margrómaða, sem svo sannarlega er vert að skoða. Góðir, snyrtilegir veitingastaðir í gömlum stíl eru á Hofsósi og hafa allar byggingar þar verið gerðar upp, flestar í upprunalegri mynd, og minnir staðurinn á skemmtilegt byggðasafn og er vel þess virði að eyða hálfum, eða heilum, degi þar í rólegheitum.

Grafarós við ósa Grafarár, skammt sunnan Hofsóss, var verzlunarstaður frá 1835 til 1915, hinn mesti við Skagafjörð.  Þarna eru friðlýst tóttarbrot uppi á hæð.  Staðarbjörg utan Grafaróss eru stuðlabergssyrpa niðri við sjó.

Kolkuós (Kolbeinsárós), alllangt sunnan Hofsóss utan mynnis Hjaltadals, var meðal helztu hafna landsins á miðöldum og jafnframt höfn Hólastóls.   Samkvæmt Landnámu komu hross fyrst á land á Íslandi í Kolkuósi.
Vegalengdin frá Reykjavík er 345 km um Hvalfjarðargöng.

Siglufjörður 58 km <Hofsós> Sauðárkrókur 37 km. Varmahlíð 48 um Blönduhlíð.
.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM