VESTURLAND
FERÐAVÍSIR
Skoðunarvert

Rútuáætlanir
Á eigin vegum
Ferjuáætlanir
Flugáætlanir
Gisting
Tjaldstæði
Sundstaðir
Golf
Stangveiði
Þjóðgarðar
Menning & saga
Skipulagðar ferðir
Gönguleiðir
Söfn og gallerí
Kirkjur
Ferðakort
Myndir
Meira um Ísland
Upplýsingamiðst.

 


HÚSAFELL
FERÐAVÍSIR

.

.
[Flag of the United Kingdom]
In English


 

 

Húsafell er vinsæll sumarleyfisstaður meðal Íslendinga.  Þar eru fjölmargir sumarbústaðir og hægt er að leigja sér bústað eða tjalda í skóginum.  Þarna er góð sundlaug og gufubað.  Heita vatnið, sem er álitið ákaflega heilsusamlegt, kemur úr hver í Selgili.  Húsafell er innsti bær Borgarfjarðarsýslu, næstur jöklum.  Fyrrum var þar prestsetur og sóknarkirkja, en nú stendur þar bændakirkja.  Fjölbreytt ferðaþjónusta er veitt á Húsafelli, s.s.göngu-, jökla- og hellaskoðunarferðir.

Á síðari hluta 18. aldar bjó prestur að nafni Snorri Björnsson að Húsafelli.  Hann varð frægur fyrir skáldskap og galdra.  Hann orti margar rímur og skrifaði einnig fyrsta leikrit, sem samið var á íslenzku.  Hann kvað niður 81 draug við svonefnda Draugarétt í Húsafellstúni, en þessir draugar voru sendingar til hans frá óvinum hans á Hornströndum, þar sem hann var prestur áður. Snorri var rammur að afli og reyndi krafta sína með 180 kg steinhellu. Amlóði átti að geta lyft henni á hné sér, hálfsterkur upp á stein í magahæð og fullsterkur að geta tekið hana á brjóst sér og borið hana umhverfis kvíarnar.  Afkomendur Snorra búa að Húsafelli.  Það er gaman að ganga um Húsafellsland og umhverfi þess
.

Forleifauppgröftur fór fram að Reyðarfelli vestan Húsafells á árunum 1960-65.  Þar eru rústir stórbýlis frá 14.-15. öld og þegar grafið var dýpra komu í ljós skálagöng, sem voru mun eldri en bærinn.  Rúmlega 100 hlutir fundust í rústunum, þ.m.t. fornt koparker.  Í smiðju fannst stór steðjasteinn, sem er neðan rústanna við gamla veginn.

Landnáma segir frá Svarthöfða Bjarnasyni, sem bjó á Reyðarfelli.  Ekki eru allir á eitt sáttir með nafngift þessara rústa og álíta að Reyðarfell hafi verið annars staðar.

Borgarnes 62 um Hvítársíðu, Bifröst 51 km Reykholt 25 km. <Húsafell> Þingvellir 65 km um Kaldadal.
.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM