Hveragerði,
SUÐURLAND
 FERÐAVÍSIR
Skoðunarvert
Menning & saga
Rútuáætlanir
Á eigin vegum
Ferjuáætlanir
Flugáætlanir
Gisting
Tjaldstæði
Sundstaðir
Golf
Stangveiði
Þjóðgarðar
Skipulagðar ferðir
Gönguleiðir
Söfn og gallerí
Kirkjur
Ferðakort
Myndir
Meira um Ísland
Upplýsingamiðst.

 


HVERAGERÐI
FERÐAVÍSIR
.


[Flag of the United Kingdom]
In EnglishFerðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug


Gönguleiðir á Íslandi

Upphaf byggðar í Hveragerði má rekja til ársins 1902, þegar ullarkembistöð var reist við Reykjafoss. Hveragerði er byggt á jarðhitasvæði og þess vegna hefur garðyrkja og gróðurhúsarækt verið uppistaða atvinnulífs þar. Margar glæsilegar gróðrarstöðvar eru í bænum og eru ræktaðar þar hitabeltisjurtir og fjölbreytt úrval ávaxta. Eftirsóknarvert er að koma í Hveragerði og fá sér tómata, gúrkur og alls konar grænmeti. Af þessu leiðir að Hveragerði er mikill ferðamannastaður og vekur oft furðu erlendra, að bæjarbúar skuli þora að ganga daglega um með bullandi jarðhita undir fótum, enda hafa hverir átt það til að skjótast upp í híbýlum manna. Þjónusta við ferðamenn er upp á það allra bezta, hótel á heimsmælikvarða, gróðurhús með glæsilegum veitingastöðum og veiði í ám og vötnum í grenndinni.

Margir þjóðkunnir listamenn hafa setzt að í Hveragerði og fyrir utan að vera nefndur blómabærinn er gjarnan talað um staðinn sem listamannasetur. Allt í kringum Hveragerði er sannkölluð paradís fyrir útivistarfólk. Kaupstaðaréttindi fékk Hveragerði árið 1987. 

Selfoss 12 km <Hveragerði> Reykjavík 45 km. 20 km Þorlákshöfn
.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM