SUÐURLAND
 FERÐAVÍSIR
Skoðunarvert
Menning & saga
Rútuáætlanir
Á eigin vegum
Ferjuáætlanir
Flugáætlanir
Gisting
Tjaldstæði
Sundstaðir
Golf
Stangveiði
Þjóðgarðar
Skipulagðar ferðir
Gönguleiðir
Söfn og gallerí
Kirkjur
Ferðakort
Myndir
Meira um Ísland
Upplýsingamiðst.


Rútuferðir í Þórsmörk


Seljalandsfoss


 HVOLSVÖLLUR
FERÐAVÍSIR
.

.
[Flag of the United Kingdom]
In EnglishFerðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

Hekla.gif (15996 bytes)
Hekla

veidimanim.gif (5687 bytes)
Veiði


Keldur

Hvolsvöllur er kauptún í austanverðri Rangárvallasýslu, sem fór að byggjast á fjórða áratugi 20. aldar, þegar brýr voru komnar á flestar ár í grenndinni. Atvinnulíf byggist á þjónustu við landbúnaðinn og nú á seinni árum í auknum mæli við ferðamenn. Á Hvolsvelli rekur Sláturfélag Suðurlands langstærstu kjötiðnaðarstöð landsins og er einn af burðarásum atvinnlífsins þar. Rangæingar segjast vera á „Njáluslóð” og hefur Sögusetrið á Hvolsvelli komið upp stórmerkri sýningu um Njálssögu og víkingaöld. Boðinar eru ferðir um Njáluslóðir, í Þórsmörk og til fleiri staða í Rangárþingi með stórkostlega náttúrufegurð.

Rangárnar eru með fengsælustu laxveiðiám landsins og það má þakka ræktun þeirra um árabil. Hafin er sams konar ræktum í Þverá, sem virðist ætla að skila sama árangri.  Meðal annarra góðra veiðistaða eru Affall, veiðitjörn við Smáratún og sleppitjörn í Hellishólum. Góð aðstaða er fyrir ferðamenn á Hvolsvelli og annars staðar í Rangárþingi eystra, hvort sem er gisting í sumarbústöðum, á hótelum, tjaldsvæði eða góðar veitingar. 
Meðal áhugaverðra staða í nágrenninu eru Keldur og aðrir sögustaðir Njálu, Hallgeirsey, Seljalandsfoss, manngerðir hellar, Hekla, Tindfjöll, Oddi, Þingskálar og Gunnarsholt. Sjá nánar áhugaverðir staði og afþreyingu.

Vegalengdin frá Reykjavík er 106 km.

13 km
Hella <Hvolsvöllur> Skógar 48 km Þórsmörk 51 km.
.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM