Ísafjörður,
VESTFIRÐIR
FERÐAVÍSIR
Skoðunarvert

Rútuáætlanir
Á eigin vegum
Ferjuáætlanir
Flugáætlanir
Gisting
Tjaldstæði
Sundstaðir
Golf
Stangveiði
Þjóðgarðar
Menning & saga
Skipulagðar ferðir
Gönguleiðir
Söfn og gallerí
Kirkjur
Ferðakort
Myndir
Meira um Ísland
Upplýsingamiðst.


Fuglar Vestffirðir

 


ÍSAFJÖRÐUR
FERÐAVÍSIR


[Flag of the United Kingdom]
In English


Gönguleiðir Hornstr.

Ísafjörður, sem stendur við Skutulsfjörð, hét að fornu Eyrarhreppur, en var einnig áður nefndur Eyri. Ísafjörður er gjarnan sagður vera höfuðstaður menningar og verzlunar á Vestfjörðum. Menning er þar fjölskrúðug og Ísfirðingar eru þekktir af fjölbreyttu tónlistarlífi. Verzlun hefur verið stunduð á Ísafirði frá tímum einokunarinnar og er enn rekin þar með myndarskap. Bærinn hefur lengi verið ein helzta verstöð landsins og hefur sjósókn Ísfirðinga, og annarra Vestfirðinga, verið annáluð um aldir. Merkt byggðasafn er á Ísafirði og þar er elsta hús á Íslandi, Tjöruhúsið, reist 1734. Það er í Neðstakaupstað, en þar er elzta húsaþyrping á landinu frá 1757-1875.

Skíðaíþróttin hefur lengi verið stunduð á Ísafirði.  Fólk kemur víða að af landinu til að stunda þessa hollu íþrótt, enda er aðstaða með því bezta, sem gerist. Það er líflegt í bænum um páskana á árlegri skíðaviku. Margir beztu skíðamenn landsins eru frá Ísafirði og nágrannabyggðum. Fjölbreytt afþreying fyrir ferðamenn stendur til boða allt árið, hvort sem er til sjós eða lands.
Vegalengdin frá Reykjavík er 494 km um Hvalfjarðargöng.

Suðureyri 23 km <Ísafjörður>  Flateyri 26 km, Bolungarvík 15 km, Súðavík 22 km.
.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM