Jarðfræði Vesturland,

Meira um Ísland


JARÐFRÆÐI VESTURLAND
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Grábrókargígar og hraunið eru 3600 - 4000 ára.

Baula:  Hreinir hraungúlar ekki til á Íslandi.  Hún er bergeitill úr súru bergi (Laccolith, grunnt innskot).  Líklega eru þá Hlíðarfjall, Hágöngur o.fl. af sama toga.  Flest orðin til undir jökli.

Á Snæfellsnesi er alkalískt berg, ríólít og granófýr.

Suðurlands- og Snæfellsnesgosbeltin eru dæmi um hliðarbelti (Flank Zones).


Lýsisskarðskerfi
.  Nútímagos:  Hraunsmúlahraun og Bláfeldarhraun, bæði gömul.  Sprungur kerfisins ná norðan frá Búlandshöfða að Tröllatindum í Staðarsveit.

Snæfellsjökull
er virk (dormant) alkalísk, andesít eldstöð.  Síðast gaus fyrir u.þ.b. 1760 árum en þar áður fyrir u.þ.b. 3000 árum.  Þetta voru öflug sprengi- og gjóskugos.  Hálft fjallið hrundi.  E.t.v. urðu gos síðar í litlum gígum umhverfis.

.

SNÆFELLSJÖKULSKERFIÐ - NÚTÍMAHRAUN
HRAUN ELDSTÖÐ HRAUNGERÐ ALDUR
BÚÐAHRAUN Búðaklettur Apalhraun 5000-8000 ára
HNAUSAHRAUN Breiðuvík Gigur sunnan Jökulháls Apalhraun <1750 ára?
KLIFSHRAUN o.fl. v/Hnausahr.gíga Apalhraun <1750 ára?
KÁLFATRAÐA og HELLNAHRAUN Snæfellsjökull? Apalhraun <1750 ára?
HÁAHRAUN Snæfellsjökull? Apalhraun 1750 ára?
SAXHÓLAHRAUN Tveir gígar Apalhraun -
PRESTAHRAUN Rauðhólar Apalhraun -
VÆRUHRAUN Sjónarhóll Apalhraun <1750 ára?
NESHRAUN Öndverðaneshólar Helluhraun <1750 ára?

Aðrar eldstöðvar á þessu svæði eru m.a. Lóndrangar, Purkhólar, Hólahólar og Bárðarlaug (sprengigígur eldri en 10.000 ára).
Heimildir:  Haukur Jóhannesson, ýmis rit.

LJÓSUFJALLAKERFIÐ
AUSTAN HRAUNSFJARÐAR

HRAUN ELDSTÖÐ HRAUNGERÐ ALDUR
BERSERKJAHRAUN Þrjú gos Kotahraunskúla
Rauðakúla I
Gráakúla
Smáhraunskúla
Aska
Vikur
Apalhraun
-
ca 4000 ár
MIÐSVÆÐIÐ
SVELGSÁRHRAUN Rauðakúla II
+gossprunga
Apalhraun <4000 ára
HÖRGSHOLTSHRAUN Rauðakúla III Apalhraun <4000 ára
TUNNUHRAUN Gígaröð v/skyrt. Apalhraun <4000 ára
LANGADALSHRAUN Rauðakúla IV Apalhraun <4000 ára
HNAPPADALUR
RAUÐAMELSHRAUN Rauðamelskúlur Apalhraun ca 2600 ára
GULLBORGARHRAUN Gullborg Helluhraun ca 2600 ára
ELDBORGARHRAUN Eldborg o.fl. gígar Helluhraun ca 2600-5000 ára*
RAUÐHÁLSAHRAUN Rauðhálsar Apalhraun/gjóska ca 1000 ára
HÍTARDALUR
HÓLMSHRAUN Rauðhálsar Þórarinsdal Apalhraun -
HAGAHRAUN Hróbjargagígar Apalhraun -
RAUÐKÚLUHRAUN Rauðakúla V Apalhraun -
HRAUNDALSHRAUN Rauðakúla VI Apalhraun -
NORÐURÁRDALUR
GRÁBRÓKARHRAUN Grábrókargígar Apalhraun <3600 ára
Heimildir:  Haukur Jóhannesson, ýmis rit.

*Eldborg er 5000 - 8000 ára (flæðigos; effusive eruption).  Yngri hraun (ca 2600 ára) þekja eldra Eldborgarhraunið.

Eldvirkni á Snæfellsnesi


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM