Breiðamerkurjökull,

Gisting & tjaldst.
Hálendið

Skáli JÖRFI í Esjufjöllum Jökulsárlón Breiðamerkurfjall Vatnajökull

BREIÐAMERKURJÖKULL
.

.

Ferðaáætlanir

Rútur-Ferjur-Flug

 

Breiðamerkurjökull er meðal stærstu skriðjökla Vatnajökuls.  Ísskrið hans liggur til suðurs frá meginjökli Vatnajökuls og mótar stöðugt landslagið á leið sinni.  Tvö stór jökulsker eru á leið hans, Mávabyggðir og Esjufjöll, og neðan þeirra myndast svartar rákir aurs og grjóts alla leið að jökulrönd.  Líkur benda til, að hinn breiði og langi dalur, sem jökullinn fyllir nú, hafi verið íslaus eða íslítill á söguöld, því Njálssaga getur um bæi í dalnum, þ.á.m. Breiðumörk.  Allt fram undir lok 19. aldar skreið jökullinn æ lengra fram og um tíma var íslausa svæðið milli hans og sjávar aðeins 200 m breitt, þannig að Öræfingar óttuðust að kaupstaðaleið þeirra til Austfjarða lokaðist.  Hann hefur hörfað mikið, einkum eftir 1930, og mestur hlut Jökulsárlóns hefur myndast síðan (aðallega eftir 1950).  Bilið milli sjávar og jökuls hefur ekki verið í samræmi við hörfunina, því önnur náttúruöfl hafa sorfið af henni og eru enn þá að verki.  Jökulsá á Breiðamerkursandi styttist stöðugt og óttast er, að brúin yfir hana (byggð 1967) verði eyðingunni að bráð og  hringvegurinn lokist.  Aðgerðir til að hindra landeyðinguna hófust eftir aldamótin 2000 og mismunandi skoðanir eru uppi um gagnsemi þeirra.  Verði náttúruöflin vörnunum yfirsterkari, myndast þarna fjörður, sem lengist og dýpkar til norðurs, haldi jökullinn áfram að hörfa.

Jöklarannsóknarfélag Íslands á skála að Breiðá og í Esjufjöllum og hefur gert út leiðangra til jöklarannsókna þaðan.

Söguslóðir Suðurland

Landslag undir Breiðamerkurjökli


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM