Brúarjökull,

Gisting & tjaldst.
Hálendið


Ferðast á fróni 
á eigin vegum


BRÚARJÖKULL
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Brúarjökull er víðáttumestur skriðjökla Vatnajökuls, u.þ.b. 40 km loftlína yfir hann þveran en jaðarinn er 55-60 km langur. Hann skríður norður úr honum niður á Brúaröræfi og nær á milli Kverkfjalla í vestri og Þjófahnjúka suður af Snæfelli. Austan þeirra er Eyjabakkajökull og Eyjabakkar, sem fyrirhugað er að sökkva vegna Fljótsdalsvirkjunar. Helzu árnar, sem falla undan Brúarjökli eru Jökulsá á Brú og Kreppa auk ótal annarra kvísla og lækja. Yfirleitt er jökullinn fremur auðveldur yfirferðar, lágur og bunguvaxinn.

Eðli hans er svipað og annarra slíkra og stundum hleypur hann fram með miklum látum. Heimildir geta um hlaup í Jöklu, sem hækkaði verulega, og framhlaupi jökulsins var kennt um. Þegar leið fram á 18. öldina, hopaði hann verulega en hljóp fram 1810. Þá hopaði hann aftur og ruddist síðan fram svo kílómetrum skipti árið 1890. Þá skóf hann upp jarðveg og rúllaði honum upp á undan sér, svo að eftir standa miklir hraukar yfir Kringilsárrana þveran og lengra austur. Þessir hraukar eru kallaðir Töðuhraukar.

J
ökullinn rýrnaði aftur, allt að 10 km frá hraukunum, en í október 1963 komst verulegt skrið á hann aftur og brestirnir heyrðust á efstu bæjum í Jökuldal í Fljótsdal og á Möðrudal. Þessum náttúruhamförum lauk ekki fyrr en árið eftir en ekki skreið jökullinn jafnlangt fram og 1890. Ökuleiðin um Brúaröræfi liggur talsvert norðan jökuljaðarins en hægt er að aka af þeirri leið suður Kringilsárrana, þar sem hreindýratarfar hópast gjarnan saman, og einnig suður í Grágæsadal, rétt austan Krepputungu.TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM