Drangajökull,

Gönguleiðir Ísland


Gisting & tjaldst.
Hálendið


Ferðast á fróni 
á eigin vegum


DRANGAJÖKULL
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Drangajökull er nyrztur, hinn fimmti stærsti jökla landsins og u.þ.b. 200 km² að flatarmáli.  Skriðjöklar hans falla m.a. til Kaldalóns, norður á Hornstrandir og niður í Leirufjörð í Jökulfjörðum.  Hæsti hluti hans er Jökulbunga (925m).  Hljóðabunga (825m) og Hrolleifsborg (851m) eru þekkt kennileiti á jöklinum en um hann lágu alfaraleiðir, þegar Hornstrandir voru í byggð og Norðurstrandamenn áttu þar líka leið um forðum daga.  Margir leggja leið sína um þessar slóðir í gönguferðum um Hornstrandir nú á dögum.  Drangajökull teygist næstum eins nálægt sjávarmáli og Vatnajökull, en hann hopaði mjög á 20. öldinni.  Heimamenn við Djúp segja hann hafa bætt við sig frá lokum 20. aldar og geri það enn í byrjun hinnar 21.  Enginn annar íslenzkur jökull gerði það á sama tíma.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM