Eyjabakkajökull,

Gisting & tjaldst.
Hálendið


Ferðast á fróni 
á eigin vegum


EYJABAKKAJÖKULL
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Eyjabakkajökull er austastur norðurskriðjökla Vatnajökuls og jafnframt langminnstur.  Hann skríður um Djöflaskarð, sem er lægðin austan Breiðubungu, niður á aura með grunnum lónum.  Bæði Brúarjökull og Eyjabakkajökull hlupu fram árið 1890.  Báðir jöklarnir rúlluðu jarðvegi og gróðri upp í stranga og fellingar mynduðust í landlaginu fjær þeim.  Næst gekk Eyjabakkajökull fram árið 1931 og mun meira 1938.  Síðan hefur hann hörfað u.þ.b. 1300 m.  Jökulsá í Fljótsdal á upptök sín undan jöklinum.

Aurarnir framan við skriðjökulinn heita Eyjabakkar.  Þeir hafa líklega myndazt við uppfyllingu tiltölulega stórs stöðuvatns.  Jökla kvíslast um þá og milli kvíslanna er víða grösugt (brok, stör o.fl.).  Flestum skepnum er torfært um Eyjabakka vegna botnlausra fenja eftir að klaki fer úr jörðu en þarna eru veigamiklar varpstöðvar heiðagæsa og hreindýr eru á ferli, þar sem nógu fast er undir fæti.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM