Hofsjökull Austurland,

Meira um Ísland


HOFSJÖKULL
S.-Múlasýsla

.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Hofsjökull (1069m) austan Vatnajökuls, milli Víðidlas í Lóni og Hofsdals í Álftafirði, er meðal minni jökla landsins, aðeins u.þ.b. 13 km².  Aðalhjarnbungan er á norðurhluta fjallsins en suður úr honum skríða jöklar í gegnum skörð, s.s. Morsárjökull niður í átt til Víðidals.

Leiðin milli Víðidals og bæja í Hofsdal lá um jökulfannir hans í skarði milli Tungutinda og aðaljökulsins.  Þorvaldur Thoroddsen fór þessa leið með Sigfúsi Jónssyni, sem sienna gerðist bóndi í Víðidal, árið 1882.  Hofsá í Álftafirði á upptök sín í Hofsjökli.


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM