Tungnafellsjökull,

Meira um ÍslandGisting & tjaldst.
Hálendið


Ferðast á fróni 
á eigin vegum


TUNGNAFELLSJÖKULL
.

.

Ferðaáætlanir
Rútur-Ferjur-Flug

 

Tungnafell (1392m) er ávalt og bratt fell norðan Tungnafellsjökuls og nafngjafi hans.  Jökullinn sjálfur, vestan Vonarskarðs, er 10 km langur og 5-6 km breiður og heildarflatarmálið í kringum 48 km².  Hlíðar fjalllendisins, sem hann hvílir á, eru víðast bratter og skörðóttar að sunnan og vestan.  Uppi á vesturbrúninni er hæsti staðurinn, Háyrna (1520m). Norðnorðaustar er mjór hryggur, Fagrafell, í jökulröndinni. Fyrstur til að kanna jökulinn var Hans Reck, sem var þar á ferð árið 1908 og Hermann Stoll gekk á jökulinn þremur árum síðar.  Sunnan jökulsins er Nýidalur eða Jökuldalur og fyrir mynni hans eru skálar Ferðafélags Íslands, sem eru líka kenndir við Tungnafell.

HÁLENDIÐ MENNING OG SAGA


TIL BAKA          Nat.is - pósthólf 8593, 108 Reykjavik- sími: 898-0355 - nat@nat.is- um okkur - heimildir          HEIM